English page Verkkosivu suomeksi

Bakgrunnur & aðferðarfræði

 • Välfärdsteknologi

CONNECT-verkefnið er hannað og styrkt af s��rstakri áætlun undir Norrænu ráðherranefndinni og er kallað „Sjálfbær norræn velferð" (Sustainable Nordic Welfare). Þessari áætlun var hrundið af stað til að tryggja langvarandi sjálfbærni norrænu velferðarskipanarinnar.

Bakgrunnur

Norræna skipanin hefur fengið aukinn alþjóðlegan áhuga vegna eiginleika hennar til að skapa hágæða félagslega velferð og hagvöxt, en lýðfræðileg og efnahagsleg verkefni, sem Norðurlöndin og stærstur hluti hins vestræna heims þurfa að glíma við, ógnar áframhaldandi árangri. Áætlunin „Sjálfbær norræn velferð" er hönnuð til að takast á við þessi viðfangsefni með sérstaka áherslu á heilbrigðisþjónustu, vinnumarkað og menntun.

Þar sem norræna hugtakið „velferðartækni" hefur fengið töluverðan skriðþunga sem nýtt tæki til að innleiða nýjungar í heilbrigðisþjónustu á öllum Norðurlöndunum fimm, vildi „Sjálfbær norræn velferð" verkefni innan velferðartækni í áætlunina.

Verkefnið kom í hlut „Norrænu stofnunarinnar fyrir velferð" (NVC) sem er stofnun undir stjórn Norrænu ráðherranefndarinnar sem vinnur að málum innan heilbrigðis- og félagsmála sem þegar setur velferðartækni í forgang. Verkefni NVC var að hanna og ljúka við verkefni sem styrkti almennt hæfnisstig og framkvæmdaafl innan velferðartækni hjá hinu opinbera á Norðurlöndunum fimm.

Innan þessa ramma ákvað NVC að hanna verkefni sem beint er til meira en 1.200 sveitarfélaga á Norðurlöndunum. Sveitarfélög eru aðalþjónustuveitandinn innan norrænu velferðarskipanina og þau eru einnig sá opinberi geiri sem er einna helst beintengdur við vinnu með velferðartækni í dag – þannig að verkefni með sveitarfélög sem aðalmarkhóp myndi hafa mest áhrif.

Frá þessum sjónarhóli leit NVC á áskoranir sveitarfélaganna þegar unnið er með velferðartækni. Eru verkefnin svipuð á öllum Norðurlöndunum? Þurfum við að takast á við sömu vandamál? – í stuttu máli, er eitthvað vit í því að Norðurlöndin eigi samstarf á þessum vettvangi?

Svarið var afgerandi já. Það reyndist, þrátt fyrir augljósan mismun í þróun, styrkleika markaðsins og hæfnisstigs um öll Norðurlöndin, stöndum við öll frammi fyrir sömu grunnvandamálunum þegar reynt er að vinna með velferðartækni. Þetta voru aðalvandamálin:

Of mörg verkefni með of fá fullunnin verk

 • Algengt norrænt vandamál. Sveitarfélög elska verkefni af ýmsum ástæðum, en því miður halda þau áfram að vera verkefni og eru drifin áfram sem hvert annað aukaverk en ekki sem hluti af raunverulegri og daglegri þjónustu. Þetta þýðir að þekkingin sem ávinnst af verkefnunum verður áfram í verkefnunum og verður aldrei hluti að stofnuninni. Þetta leiðir til þess að sveitarfélög fara frá einu verkefni í annað með mjög litla raunverulega framkvæmd eða fullunnið verkefni.

Við erum öll einstök

 • Við erum ekki enn nógu góð í að deila þekkingu og reynslu – viðurkenna hvað aðrir hafa þegar gert. Of mörg sveitafélög hafa tilhneigingu til að hugsa að þau séu einstök – íbúar þeirra séu einstakir, stofnanir þeirra séu einstakar, o.s.frv. Þetta þýðir að hvað sem aðrir hafa gert áður, á einfaldlega ekki við um þá. Þessi hugsunarháttur „við fundum ekki upp á þessu" leiðir af sér of mörg svipuð verkefni sem er sóun á verðmætum mannauð.

Viðkvæmur sameiginlegur norræn markaður

 • Það sætir furðu hvað sameiginlegi norræni markaðurinn fyrir velferðartækni er í molum. Hið opinbera í Danmörku kýs að kaupa af dönskum birgðasölum, hið opinbera í Svíþjóð af sænskum birgðasölum, o.s.frv. Þetta á ekki við um hefðbundin hjálpartæki, en um leið og um er að ræða eitthvað stafrænt veikist markaðurinn. Þetta er hindrun og auðvitað stærri hindrun fyrir þá sem eru veikastir á norræna markaðinum. Að vinna bug á þessum áskorunum og auka þekkingu og meðvitund um velferðartækni á sveitastjórnarstigi yrði mikilvæg örvun fyrir velferðartækni á Norðurlöndunum fimm.

Aðferðarfræði og nálgun

Hugmyndin um að vinna bug á áðurnefndum áskorunum var í fyrstu að skapa ákjósanlega aðferð til að vinna með velferðartækni. Fyrir hvern lið í þessari aðferð, bjuggum við til góðan gátlista yfir starfsvenjur. Það myndi veita öllum auðveldan aðgang að bestu mögulegu starfsvenjum og hjálpa sveitarfélögum að fá sérhannaða nálgun til að vinna á þessu sviði.

Með tengingarferlinu og tækjabúnaðinum vonum við að:

Bjóða upp á þekkingu og reynslu.

 • Vonandi mun það hjálpa að auka almennt hæfnisstig að hafa viðurkenndan norrænan tækjabúnað, þar sem þekkingu er safnað saman og að hún sé tiltæk þegar í stað.

Skapa sameiginlegan ramma til að vinna með velferðartækni

 • Þetta þýðir að ef við öll vinnum innan sameiginlegs ramma er mun auðveldara að deila reynslunni, þar sem við munum fylgja svipuðum fyrirmyndum og svipuðum leiðbeiningum. Ef Kaupmannahöfn veit að Osló hefur þegar metið ákveðna tækni með því að nota sama eða svipað matslíkan og þeir sjálfir, verður mun auðveldara að deila reynslunni og að læra hver af öðrum verður mun auðveldara.

Skipulag hjálpar til við að viða að sér þekkingu

 • Með því að vinna með uppbyggilega nálgun eins og tengingu, mun það hjálpa þér að skilja margbreytileika þess sem fylgir því að vinna með velferðartækni. Þessi innsýn hjálpar þér að fylgja liðunum og samþætta betur verkefni þín að stofnun þinni – auka þekkingu og hámarka möguleikann á því að verkefnið verði lausn sem hrundið er í framkvæmd.

Hjálp til birgðasala

 • Sameiginlegur norrænn rammi mun hjálpa birgðasölum að selja til annarra Norðurlanda, þó að það sé óbeint. Ef við notum sama ramma, munum við spyrja sömu spurningar sem gerir það auðveldara fyrir birgðasala.

Skoðið þennan hluta til að skilja betur þetta ferli og tækjabúnað: Útskýringar á CONNECT-ferlinu.

Það var mikilvægt fyrir CONNECT að bæði vinnsluferli og gátlisti hafi verið mótuð út frá notendanálgun sem þýðir að bestu starfsvenjurnar sem vinnsluferlið og gátlistinn inniheldur ætti í raun og veru að koma frá sveitarfélögunum sjálfum. Af þessari ástæðu var ákveðið að verkefnahópurinn á bakvið CONNECT ætti að saman standa af tíu norrænum sveitarfélögum, tveimur sveitarfélögum frá hverju landi – og þau ættu að vera fyrst innan velferðartækninnar í þeirra löndum.

Valferlið var gert af NVC í samvinnu við innlenda aðila eins og viðeigandi innlendar stofnanir staðbundinna stjórna sem og héraðsstjórnir. Sérstakt tillit var tekið til Noregs. Vegna þess að Noregur hefur nýlega komið á innlendri áætlun fyrir velferðartækni, þar sem meira en 30 sveitarfélög tóku þátt.

Það var mikilvægt að norsku þátttakendurnir tveir í CONNECT tækju einnig þátt í innlendu áætluninni til að tryggja samlegðaráhrif og gagnkvæman lærdóm af hverju verkefni fyrir sig.

Að lokum voru eftirfarandi tíu sveitafélög valin

 • Danmörk: Árósar og Óðinsvé.
 • Finnland: Oulu og Suður-Karelia.
 • Ísland: Reykjavík og Akureyri.
 • Noregur: Lindås og Lister.
 • Svíþjóð: Västerås og Gautaborg.

Þessi sveitafélög mynda meginkjarna CONNECT-verkefnahópsins. En það er mikilvægt fyrir CONNECT að vinnsluferlið og tækin sem búin voru til, séu notuð af öllum sveitarfélögunum á öllum Norðurlöndunum. Til að sporna gegn hvers konar hlutdrægni vegna samsetningar sveitarfélaganna hér að ofan, höfum við ákveðið að viðeigandi landsyfirvöld komi með tillögur meðan á ferlinu stendur. Þetta er til að tryggja að leiðbeiningar okkar o.s.frv., hafi verið jafn nothæfar fyrir sveitarfélag í þéttbýli og sveitarfélag á landsbyggðinni.

Þau landsyfirvöld sem senda tillögur í CONNECT eru:

 • Danmörk: KL (Ríkisstofnun fyrir sveitarfélög).
 • Finnland: THL (Ríkisstofnun fyrir heilsu og velferð).
 • Ísland: Velferðarráðuneytið.
 • Noregur: KS (Ríkisstofnun fyrir sveitarfélög) og Norska aðalstofan fyrir rafræna heilbrigðisþjónustu.
 • Svíþjóð: SKL (Ríkisstofnun fyrir héraðsstjórnir og sveitafélög ) og Sænska stofnunin um borgaralega þátttöku.

Þú getur lesið meira um hvern þátttakanda í kaflanum „Þátttakendur".

Fyrsta markmið verkefnisins var að samþykkja vinnsluferlið. Hópurinn samþykkti níu liða vinnsluferli sem er, fræðilega séð, í tímaröð.

Við segjum fræðilega séð, þar sem við gerum okkur grein fyrir því að í raunveruleikanum geta liðir fléttast saman – en ef hugsað er um vinnsluferlið í tímaröð, getur þú hjálpað til við að fá skipulagningu á nálgun þína þegar þú vinnur með velferðartækni og einnig tryggt að þú hafir hugsað það til enda og skilið öll grunnatriðin.

Liðirnir voru búnir til með því að nota eftirfarandi verkferli: NVC sendi út eyðublað til að safna saman upplýsingum frá sveitarfélögum. Tillögunum var síðan safnað saman fyrir fyrstu drög liðsins. Þessi fyrstu drög voru síðan rædd í hverju landi fyrir sig, á fundum sveitarfélaga og yfirvalda hvers lands fyrir sig.

Hvert land sendi svörun til NVC sem í staðinn lagði fram önnur drög. Önnur drög voru síðan rædd á sameiginlegum ákvörðunarfundi þar sem allir þátttakendur tóku þátt. Niðurstöður þriðju draga var opið fyrir tillögum frá öðrum sveitarfélögum eða viðeigandi aðilum í vinnsluferlinu. Meðan á CONNECT-verkefninu stóð voru meira en fimmtíu sveitarfélög sem komu með tillögur fyrir vinnsluferlið. Utanaðkomandi tillögur voru ræddar á næsta ákvörðunarfundi sem þýðir að þegar öllu er á botninn hvolft voru það CONNECT-sveitarfélögin sem ákváðu endanlegt innihald fyrir hvern lið.

Norræn samvinna

Þriggja ára náin samvinna milli tíu mjög ólíkra sveitarfélaga og sjö landsyfirvalda frá fimm mismunandi löndum hafði auðvitað sínar áskoranir, en það reyndist ganga betur en reiknað var með. Vegna munar á löndunum, annars vegar þegar kom að skilgreiningunni á því hvað velferðartækni er og hins vegar hvatanum til að vinna með velferðartækni, var reiknað með að yrði meira um málamiðlanir.

En þegar verkefnið byrjaði að taka á sig mynd, kom það í ljós að sveitarfélögin tíu voru mjög sammála um að sköpun vinnuferlisins og hvers liðar fyrir sig. Auðvitað áttu umræður sér stað og sumir lögðu meiri áherslu á ákveðinn lið og höfðu meiri hæfni innan ákveðins liðar, en á heildina litið er velferðartækni svæði sem hentar fyrir norræna samvinnu, þar sem veiting þjónustu og hugarfar gagnvart nýjungum í opinberri þjónustu er mjög líkt.

Ennfremur er þetta svið þar sem við getum lært hvert af öðru. Vinna með velferðartækni er flókin og er með náin tengsl við veitingu heilbrigðisþjónustu, skipulagningu, starfsfólk og endanlegan notanda, o.s.frv.

Hinir mörgu þættir þýða að þú getur alltaf fundið innblástur og lært af öðrum, jafnvel þó að þú sért með þeim bestu á þessu sviði. Sveitarfélögin tíu sem tóku þátt lærðu ekki aðeins af hverju öðru meðan á verkefninu stóð, heldur greiddu fyrir auðveldari samvinnu þeirra á milli. Ekki aðeins með nánari samvinnu milli ríkja, heldur einnig milli sveitarfélaga í hverju landi fyrir sig, sem er mjög jákvæður aukaárangur þessa verkefnis.

Kynning á vinnsluferli og tækjabúnaður

Vinnsluferlið er hannað sem leiðbeiningar þegar unnið er með velferðartækni í sveitarfélagi. Þetta eru þeir níu liðir sem þú þarft að hafa í huga til að hámarka möguleika þinn á árangri og hámarka möguleika þinn á að verkefni þitt verði lausn sem hrundið verður í framkvæmd.

 

 1. Sýn
 2. Stefnuáætlun
 3. Samskiptaáætlun
 4. Þarfagreining
 5. Markaðsrannsókn
 6. Matslíkan
 7. Innkaupaáætlun
 8. Framkvæmdaáætlun
 9. Áhrifaríkt eftirlit

 

Það kemur ekki á óvart að liðirnir eru liðir sem þú finnur einnig í hvaða nýjungarferli sem er og sum sértækari þegar unnið er með velferðartækni.

CONNECT vill undirstrika að vinnsluferlið hér að ofan er ætlað að vera sem innblástur og til aðstoðar. Við erum ekki að reyna að segja sveitarfélögum hvað þau eiga að gera eða hvernig þau eiga að gera það – hverjum og einum er frjálst að velja og kjósa. Þú getur notað liðina í þeirri tímaröð sem þeir eru settir fram eða þú getur valið liði sem henta þinni stofnun og einfaldlega látið þá fylla þig andagift.

Hins vegar mælum við með því að þú að minnsta kosti íhugir heild vinnsluferlisins til að tryggja að vinna þín með velferðartækni sé rétt samþætt þinni stofnun. Þegar farið er í gegnum hvern lið í tækjabúnaðinum finnur þú stuttan kynningartexta fyrir hvern lið sem fjallar um hvað þessi liður þýðir og af hverju hann er mikilvægur fyrir allt vinnsluferlið.

Það er einnig mikilvægt fyrir CONNECT-hópinn að undirstrika þó að við álítum þetta vera bestu starfsvenjur, þýðir það ekki að öll tíu sveitarfélögin hafi farið í gegnum alla liðinna nákvæmlega eins og þeir eru kynntir hér. Öll sveitarfélögin tíu hafa reynslu af öllum liðunum og öll voru þau sammála um að þetta væru bestu starfsvenjurnar og sem byggjast á þeirra reynslu – en það þýðir ekki að öll sveitarfélögin tíu hafi til dæmis sérstaka innkaupaáætlun fyrir velferðartækni.

CONNECT-sveitarfélögin tíu eru meðal fyrstu notenda og lærðu um leið og þeir notuðu tækjabúnaðinn – þetta skjal, þessi liður safnar saman þeirri þekkingu og reynslu sem aðrir geta fylgt og forðast sumar áskoranirnar sem þau stóðu frammi fyrir (til dæmis með því að vinna ekki með einn eða fleiri af liðunum hér að ofan).

Allir liðirnir innihalda hluta í lokin sem kallaður er „hagnýt reynsla". Það er dæmi um viðeigandi lið frá CONNECT sveitarfélögunum tíu. Ekki er allt tiltækt í gegnum hlekki – þannig að til að fá hagnýt dæmi þarft þú í mörgum tilfellum að hafa samband við sveitarfélögin (tengiliðaupplýsingar eru veittar í hlutanum „Þátttakendur"). Þú ert velkomin/n að hafa samband við öll sveitarfélögin tíu, jafnvel þó að þau séu ekki nefnd í viðeigandi dæmahluta. Vegna takmörkunar á rými í þessari útgáfu, er einnig líklegt að þú finnir ítarlegri upplýsingar og fleiri dæmi á vefsíðunni okkar: www.nordicwelfare.org/connect

Liðirnir eru hugsaðir sem tækjabúnaður. Það er tiltölulega stutt skjal sem býður upp á nokkrar almennar ráðleggingar, fjöldann allan af sérstökum leiðbeiningum sem byggja á reynslu CONNECT-sveitarfélaganna tíu, sem og aðferða- og tækjahluta, þar sem við bendum á gildandi aðferðarfræði sem sveitarfélögin fannst vera nothæf. Til dæmis í liðnum fyrir matslíkanið, bendum við á 4-5 mismunandi aðferðir og það er síðan undir lesandanum komið hvaða matslíkan þau halda að passi best fyrir sína fyrirætlun og nálgun. Að lokum er að finna dæmahluta – sem er aðeins ætlaður sem kynning. Hún er með hlekk, en við hvetjum lesendur til að hafa samband við sveitarfélögin fyrir ítarlegri upplýsingar.

Við vonum að þú hafir haft not af tækjabúnaðinum og er þér velkomið að koma með tillögur, ef þú hefur einhverjar.

Dennis C. Søndergård

Sidansvarig

Dennis C. Søndergård

Projektledare/seniorrådgivare

Mobil +46-76 000 3545

Senast uppdaterad

2017-05-16

Nyckelord

 • Välfärdsteknologi

Nordens välfärdscenter | tel: +46 8 545 536 00 | | En institution under Nordiska ministerrådet