English page Verkkosivu suomeksi

Li∂ur 3: Samskiptaáætlun

  • Välfärdsteknologi

HVAÐ ER SAMSKIPTAÁÆTLUN OG ÞVÍ ER HÚN MIKILVÆG FYRIR ALLT VINNSLUFERLI VELFERÐARTÆKNI?

Samskiptaáætlun innan sviðs velferðartækni kemur alltaf til að verða hluti af stefnuáætlun okkar. En til að undirstrika mikilvægi hennar og hve hún eykur möguleika þína á árangri, höfum við notað sérstakan lið fyrir samskiptaáætlunina. Hvort sem þú hefur hana með í stefnuáætlun þinni eða heldur henni aðskilinni er ekki mikilvægt – það eru umhugsunarefnin, sem til þarf til að skapa góða samskiptaáætlun, sem gera gæfumuninn.

Samskiptaáætlun eru samskipti við aðila innanhúss sem og utanaðkomandi aðila. Hún hjálpar þér að skýra frá sýn þinni og sérstökum atriðum stefnuáætlunar þinnar.

RÁÐLEGGINGAR

Samskiptaáætlunin ætti að hjálpa þér að koma á framfæri skilaboðum þínum til hverrar deildar fyrir sig og sérhvers starfsmanns innan stofnunar þinnar. Af þessari ástæðu ætti sköpun samskiptaáætlunar að innihalda samvinnu milli deilda sem og milli endanlegra notenda. Ef stofnun þín hefur miðlæga samskiptadeild eru hún auðvitað mjög mikilvægur aðili.

Ef gengið er út frá þörfinni að miðla erfiðum skilaboðum, þörfinni að greina á milli hver á að fá hvaða upplýsingar og þörfinni á samskiptaáætlun til að styðja menningarlega breytingu, gæti verið hjálplegt að íhuga samstarf við rannsóknarstofnun eða aðra utanaðkomandi sérfræðinga.

Á öllum stigum skipulagningar, undirbúnings og framkvæmdar á velferðartækni er mjög mikilvægt að bera kennsl á og hafa öll hlutverk með sem verða undir áhrifum breytinganna – markhópinn fyrir þjónustu, ættingja þeirra, starfsfólk sem veitir hefðbundna þjónustu og (ef aðrir) sem munu veita þjónustu velferðartækninnar, stjórnendur hjá umönnunarþjónustu, tilvikastjórnendur, starfsmenn stefnumótandi áætlunargerðar, stjórnmálamenn og aðra sem tengdir eru velferðarþjónustu. En einnig fagfólk sem er nauðsynlegt til að greiða fyrir breytingunum: sérfræðinga í upplýsingatækni, lögum, innkaupum, fjármálum, samskiptum o.s.frv.

Þegar leitað er eftir samstarfi við endanlega notendur (aldraða, einstaklinga með fötlun, o.s.frv.) er mikilvægt að hafa í huga markhóp. Kappkosta að fá þá einstaklinga sem virkilega myndu hafa gagn af nýju þjónustunni en ekki aðeins þá sem einfaldlega halda að þeir séu fulltrúar markhópsins. Það er alltaf betra að hafa þá sem í raun og veru eru að nota hefðbundna þjónustu, frekar en að hafa ættingja þeirra, formann staðbundinna samtaka fyrir þá sem eru á eftirlaunum.

Það þýðir að við fáum sérstakar áskoranir. Það eru oft veikbyggðir einstaklingar og stundum einstaklingar með sérstaka fötlun sem gerir þetta að viðbótar áskorun; að hvetja þá til samræðna. En það er þess virði að vera hugmyndaríkur til að finna réttu aðferðirnar.

LEIÐBEININGAR BYGGÐAR Á REYNSLU

Sem viðbót við heildarsamskiptaáætlun er einnig hægt að nota verkefnatengda samskiptaáætlun. Meðan á vinnu þinni stendur með velferðartækni munt þú vinna að mörgum verkefnum í einu með mismunandi samskiptakröfum og -þörfum. Til að greiða fyrir þessu getur þú notað verkefnatengda samskiptaáætlun (sem viðbót við heildarsamskiptaáætlun) á mjög svipaðan hátt og nota aðgerðaáætlun til að hagnýta stefnuáætlun þína.

Vinna með velferðartækni felur í sér breiða menningarlega breytingu stofnunarinnar og samskiptaáætlunin þarf að greiða úr þessu. Því verður samskiptaáætluninni að vera kleift að skapa sameiginlegan skilning innan stofnunarinnar og þvert á starfssvið.

Eitt af mikilvægustu verkefnum til að einfalda breiða menningarlega breytingu stofnunarinnar snýst í kringum þrjár lykilhugmyndir: Virkjun, skuldbindingu og eignarhald.

Virkjun

Tryggja að allir, frá yfirstjórnendum til framvarðarsveitar starfsfólks, frá stjórnmálamönnum til ættingja, viti af hverju við vinnum með velferðartækni.

Skuldbindingar

Þeir vita ekki aðeins af hverju, heldur að þeir viti af hverju það er mikilvægt og að það sé hluti af hverjum degi í starfi.

Eignarhald

  • Það er ekki aðeins hluti af starfinu, heldur eitthvað sem maður leggur metnað sinn í.

Í flóknum stofnunum hefur fólk mismunandi þarfir þegar kemur að upplýsingum, bæði hvað varðar magn upplýsinga og hvernig þeim er komið til skila. Samskiptaáætlunin fyrir velferðartækni krefst sérhæfðar nálgunar – bæði hvað varðar mismunandi markhópa og fyrir mismunandi tilgang.

  • Greining á öllum aðilum sem áhuga hafa, gæti verið hagnýtt fyrir sérhæfða samskiptaáætlun.
  • Áhættugreining og áhættustjórnun ætti að vera hluti af samskiptaáætluninni, þannig að viðleitni án áhrifa eða jafnvel með ónauðsynlegum áhrifum er greind og henni breytt.
  • Samskipti við utanaðkomandi eru mjög mikilvæg. Ekki er alltaf dregin upp falleg mynd af velferðartækni hjá fjölmiðlum, þannig að það er góð hugmynd að vera með stöðugt uppfærðan lista af jákvæðum sögum sem beint er til fjölmiðla. Þetta er til að halda samhengi og áframhaldandi skriðþunga (einnig innanhúss) Þetta heldur stjórnmálamönnum ánægðum – ef þeir heyra jákvæðar sögur.
  • Íhugaðu notkun samfélagsmiðla. Samfélagsmiðlar geta veitt jákvæða útrás fyrir samskiptaþarfir þínar. Þeir vinna hratt og eru auðveldlega aðgengilegir sem getur hjálpað þér að bjóða markhópi þínum upp á stöðugt uppfærðar upplýsingar. Það veitir einnig mismunandi og beinni sjónarmið fyrir mismunandi markhópa en hefðbundnari fjölmiðlar.

Íhugaðu að gera stutta mynd um velferðartækni með endanlegum notendum. Hana er hægt að nota sem öflugt samskiptatæki, bæði innanhúss og utan. Hafðu samband við Óðinsvé eða Västerås ef þú þarft dæmi.

HVAÐ HEFUR ÞAÐ ÞÝTT AÐ HAFA SAMSKIPTAÁÆTLUN FYRIR CONNECT-ÞÁTTTAKENDUR

Lister

Samskiptaáætlun tryggir betri heildargæði í samskiptum þínum. Hún hjálpar þér að senda frá þér upplýsingar á réttum tíma og á réttan hátt. Hún hjálpar þér einnig að fá betri tillögur frá stofnun þinni, þar sem þú hefur liðsmenn frekar en einstaklinga.

DÆMI UM SAMSKIPTAÁÆTLUN FRÁ ÞÁTTTAKENDUM CONNECT

Ekki allir þátttakendur CONNECT hafa sett saman einstaka samskiptaáætlun fyrir einungis velferðartækni (þó að allir viðurkenna kostina að hafa slíka). Sumir hafa heildarsamskiptaáætlun sem þeir aðlaga sig að en aðrir hafa hana sem hluta af stefnuáætlun sinni. Öll sveitarfélögin sem tóku þátt hafa sínar hugsanir og reynslu með samskipti í vinnunni innan velferðartækni, því ertu velkomin/n að hafa samband við þau vegna hagnýts skilnings þeirra.

Västerås

Hafa sett saman samskiptaáætlun fyrir velferðartækni. Hún byggir á samskiptum innanhúss og utan með því að spyrja grunnspurninga – hvað, af hverju, hver, hvenær, hvernig o.s.frv. Hún er ekki tiltæk á Netinu, hafðu því samband beint við Västerås fyrir frekari upplýsingar.

Senast uppdaterad

2017-05-16

Nyckelord

  • Välfärdsteknologi

Nordens välfärdscenter | tel: +46 8 545 536 00 | | En institution under Nordiska ministerrådet