English page Verkkosivu suomeksi

Li∂ur 5: Marka∂sskimun

 • Välfärdsteknologi

HVAÐ ER MARKAÐSSKIMUN OG ÞVÍ ER HÚN MIKILVÆG FYRIR ALLT VINNSLUFERLI VELFERÐARTÆKNI?

Þessi liður er nátengdur þarfagreiningunni. Markaðsskimun getur bæði verið rækileg leit að gildandi markaði til að sjá hvort að núverandi verslunarvara geti uppfyllt auðkennda þörf, en hún getur einnig verið stöðugt ferli þar sem stofnun getur fengið nýjustu uppfærslunnar, og jafnvel fengið innblástur frá nýjum nýsköpunarvörum.

Góð þekking á markaðinum og hvaða vörur eru góðar eða hvaða vörur eru „á uppleið" innan mismunandi sviða velferðartækni geta veitt þér innblástur í þinni vinnu, en einnig stuðlað að betri og meira fræðandi matsferli. Í stað þess að prófa aðeins fyrstu tækni sem uppfyllir þörfina eða þá sem kemur frá besta sölumanninum, mun góð þekking á markaðinum gera þér kleift að prófa betur vöru þína og jafnvel prófa nokkrar samkeppnisvörur, þar með safna saman betri gögnum og auka möguleika þinn á árangri.

RÁÐLEGGINGAR

 • Mundu að á almennu stigi geta, og munu, markaðsskimun og markaðssamræður verða undanfari innkaupa. Því verður að koma jafnt fram við alla og með miklu gagnsæi.
 • Að því marki sem mannauður þinn gerir það kleift er ráðlegt að framkvæma ekki markaðsskimun í stutt og samanþjappað tímabil sem er ætlað til að auðkenna lausnir fyrir viðeigandi auðkennda þörf. Ef það er mögulegt, skal reyna að samþætta markaðsskimunarferlið við vinnu þína með velferðartækni sem unnin er á hverjum degi – til að fá stöðugri skilning fyrir markaðinum. (Sjá leiðbeiningarhlutann fyrir frekari upplýsingar um hvernig eigi að gera þetta).

LEIÐBEININGAR BYGGÐAR Á REYNSLU

Þegar markaðsgreining er gerð á almennu stigi, hvort sem það er samþættur hluti af daglegri vinnu þinni eða meðan á öflugri rannsókn stendur yfir. Í fyrstu ætti að nota nokkurn tíma til að útskýra hvaða stöðlum og reglugerðum fyrirtæki og vörur ættu að fylgja í þinni stofnun.

Dæmi

 • Eftirlitsstaðlar
 • rekstarsamhæfi / samskipti við gildandi tækni eða gagnagrunn innan stofnunar þinnar
 • Innlendar reglugerðir, til dæmis varðandi gagnaöryggi

Ef stofnun þín ræður ekki yfir nauðsynlegri sérþekkingu til að ákvarða áðurnefnd atriði, er hægt að fá hjálp frá innlendum yfirvöldum, öðrum sveitarfélögum eða sérstökum ráðgjafafyrirtækjum.

Samþætting markaðsskimunar við dagleg störf þín

 • Mættu á viðeigandi sýningar og ráðstefnur. Uppfærðu þekkingu þína með því að mæta eða jafnvel skipuleggja viðeigandi sýningar og ráðstefnur. Ekki vera hræddur við að fá innblástur með því að mæta á sýningar og ráðstefnur erlendis.
 • Notaðu opnar markaðssamræður. Fyrirtæki ættu að hafa auðveldan aðgang sérhæfðum mannauði innan stofnunar þinnar.
 • Það er mælt með því að skipuleggja uppbyggilega og opna samræðufundi með markaðinum. Þetta væri hægt að gera á mánaðarlegum/ársfjórðungslegum/árlegum fundum, þar sem fyrirtækin fá tækifæri til að fínstilla nýjustu vörur sínar. Til að lágmarka notkun mannauðs, er hægt að gera þetta í samstarfi við nágrannasveitarfélög.
 • Það getur einnig reynst vera góð leið til að tengjast tæknibirgðasölum og heyra um nýjar vörur og uppfærslur, og koma á fót lifandi rannsóknarstofu eða sýningarsal innan stofnunar þinnar. Mundu að lifandi rannsóknarstofa krefst tíma og starfsfólks, annars nær það ekki nauðsynlegum árangri.
 • Það er mælt eindregið með því að koma á þekkingarmiðlandi tengslaneti með öðrum sveitarfélögum eða viðskipafélögum eins og sjúkrahúsi og háskóla. Deiling upplýsinga um nýjar vörur, notagildi og arðsemi sparar verðmætan starfskraft.
 • Gakktu í lið við tengslanet fagaðila með því að nota samfélagsmiðla til að skiptast á þekkingu með samstarfsfélögum frá öðrum sveitarfélögum og svæðum.

Öflug markaðsskimun

 • Gagnarannsóknir: Uppfinning Netsins hefur ekki verið til einskins. Notaðu það til að greina hugsanlegar lausnir.
 • Starfaðu með markaðsfyrirtækjum. Auðveld leið að fá aðgang að tæknibirgðasölum er í gegnum sérstaka markaðsklasa – fyrirtækin sjálf eru einnig gagnlegur viðskiptafélagi þegar gagnarannsóknir eru framkvæmdar. (Sjá til dæmis „aðferðir og tæki").
 • Einnig getur þú notað þekkingarmiðlandi tengslanet með sveitarfélögum sem hafa svipaðar áherslur þegar þú gerir gagnarannsóknir.
 • Ekki vera hræddur við að ræða um þarfir þínar við markaðinn. Það getur vel leitt til þess að vandamálið verði leyst á þann hátt sem þú hafðir ekki áður hugleitt.

HVAÐ HEFUR ÞAÐ ÞÝTT AÐ HAFA MARKAÐSSKIMUN FYRIR CONNECT-ÞÁTTTAKENDUR

Í Óðinsvéum skimum við markaðinn stöðugt til að tryggja að við vitum og notum breitt úrval af lausnum sem í staðinn eykur líkurnar á að lausnirnar verði arðsamar. Markaðsskimun innan velferðartækni hefur leitt til þekkingarmiðlunar milli deilda sveitarfélaga og greitt fyrir samþættingu vinnu með nýrri tækni í deildum sem áður fyrr höfðu enga reynslu af að gera slíkt.

Rækileg markaðsskimun eykur einfaldlega líkurnar á framkvæmd á sjálfbærum lausnum með góðum árangri með því að para saman auðkenndar þarfir með réttri tækni.

AÐFERÐIR OG TÆKI

 • Í Finnlandi hefur vefgáttin sem tilkynnir um ný innkaup frá hinu opinbera einnig innbyggðan valmöguleika til að gera markaðsskimun fyrir innkaup – til að tryggja að það séu lausnir sem munu uppfylla þarfir innkaupaaðila.
 • Aðferðir og leiðbeiningar fyrir samstarf og umræður milli opinberra aðila og einkaaðila:
 • Samstarf sveitarfélaga og þekkingarmiðlun í Danmörk:
 • Það eru einkafyrirtæki sem útvega upplýsingatækniverkvanga fyrir samræður milli opinberra aðila og einkaaðila sem leiða til innkaupa (dæmi: • Klasastofnanir – (Eitt dæmi frá hverju landi fyrir sig, meira er hægt að finna á Google):

Danmörk

Welfare Tech (http://www.welfaretech.dk/), Danmörk

Noregur

Oslo Medtech, (http://www.oslomedtech.no/)

Svíþjóð

Välfärdsteknologi.se, (http://valfardsteknologi.se)

Finland

FIHTA Healthtech Finland, (http://www.finnishhealthtech.fi/)

DÆMI UM MARKAÐSSKIMUN FRÁ ÞÁTTTAKENDUM CONNECT

Oulu

Í borginni Oulu notum við OuluHealth rannsóknarstofuna til að leita að nýjungum og gildandi tækni sem eru tiltækar á markaðinum. Við erum einnig með sýningarherbergi á sjúkrahúsinu og á borgarbókasafninu

Óðinsvé

Hefur reynslu með mismunandi nálganir, þar á meðal lifandi rannsóknarstofum, fyrirtækjum o.s.frv. Á www.odense.dk/cfv hafa þeir byggt upp leið fyrir fyrirtæki til að nálgast sveitarfélagið. Hafa skal samband beint við sveitarfélagið Óðinsvéum fyrir frekari upplýsingar um markaðsskimun.

Senast uppdaterad

2017-05-16

Nyckelord

 • Välfärdsteknologi

Nordens välfärdscenter | tel: +46 8 545 536 00 | | En institution under Nordiska ministerrådet