English page Verkkosivu suomeksi

Li∂ur 7: Innkaupaáætlun

 • Välfärdsteknologi

HVAÐ ER INNKAUPAÁÆTLUN OG ÞVÍ ER HÚN MIKILVÆG FYRIR ALLT VINNSLUFERLI VELFERÐARTÆKNI?

Það er augljóst að fjárfesting í nýrri tækni er stórt skref fyrir hvaða sveitarfélag sem er, svo að það er mjög mikilvægt að gera það rétt.

Innkaup eru almennt flókið sérverkefni sem krefst bæði tíma og mannauðs. Sveitarfélögin hafa stundað innkaup í miklum mæli í mörg ár, en að kaupa inn fyrir velferðartækni krefst oft öðruvísi nálgunar en til dæmis að kaupa skrifstofubúnað, því er mikilvægt að rannsaka innkaupamöguleika.

Þessi liður mun ekki koma með ítarlega lagagreiningu á mismunandi innkaupslíkönum sem finnast í dag, en liðurinn miðar að því að vekja menn til umhugsunar um hvað maður skuli vera meðvitaður um og hvaða líkön eru vinsælust hjá leiðandi sveitarfélögum innan velferðartækni.

RÁÐLEGGINGAR

 • Það er mjög mikilvægt að tryggja góða og ábyrga stjórnsýsluvenju og kynna gagnsæi og jafnrétti í gegnum allt ferlið. Þetta eru ekki aðeins góðar starfsvenjur, heldur tryggir að þú útilokar ekki neinn áhugaverðan aðila.
 • Þar sem hefðbundin innkaup eru reynd og prófuð er það oft ekki besta lausnin þegar keypt er háþróuð velferðartækni. Hún er oft of hæg og stíf fyrir tæknimarkað sem breytist hratt og rammi hennar gerir það erfitt að ná yfir nýjungar.
 • Vertu meðvitaður um að það getur verið lagalegur mismunur milli innkaupaþjónustu og innkeyptar vörur. Vinsamlegast athugaðu hlekkina í hlutanum tæki og aðferðir fyrir ítarlegri upplýsingar.
 • Veltu fyrir þér hvaða innkaupalíkan og aðferð hentar þér best. Hafðu í huga að það getur verið mismunandi frá einni tækni til annarrar. Mismunandi snið innkaupa hafa verið notuð með góðum árangri. Sjá mismunandi möguleika hér að neðan

Nýjungar í innkaupum (3. Fjölbreytni. Sjá hlutann tæki og aðferðir fyrir ítarlegar upplýsingar um nýjungar í innkaupum.

 1. Nýjungar í innkaupum þar sem þörfin er tilgreind – sem þýðir að þarfagreiningu hefur verið lokið og vitað er um sviðið sem þarf endurbætur. Þetta innkaupaform leitar að þjónustu/lausn/virkni. Það nær til:
  A) Núverandi fullnægjandi lausnar sem þegar er á markaðinum
  B) Núverandi lausn sem þegar er á markaðinum en þarf frekari þróunar til að uppfylla þörfina
  C) Lausnir sem eru ekki enn á markaðinum
 2. Nýjungar í innkaupum á lausn þar sem ekki er borin kennsl á þörfina. Aðeins sviðið sem þarf endurbóta. Hún nær til:
  A) Hugmynda um hvernig eigi að bæta sviðið
  B) Hugmynda og hugsanlegra lausna um hvernig eigi að bæta sviðið.
 3. Nýjungar í innkaupum í rannsóknar- og þróunarþjónustu.

Nýsköpunarsamstarf milli opinberra aðila og einkaaðila (PPI) og samstarf opinberra aðila og einkaaðila (PPP) er einnig áhrifamiklar leiðir til að tryggja víðtæka nýsköpun og sveigjanlega vöruþróun.

 • PPI: PPI er samkomulag um nýjungar- eða þróunarferli sem venjulega kemur á undan innkaupum. Innkaup geta innihaldið samkomulag við tilteknar aðstæður. Sjá hlutann um aðferðir og tæki fyrir frekari upplýsingar um hvernig eigi að gera PPI og hafa PPI með í innkaupum.
 • PPP: Er sérstaklega áhrifaríkt fyrir stærri verkefni, til dæmis mannvirkjagerð. PPP samþættar fjármál, hönnun og mannvirkjagerð, og oft inniheldur það viðhald og rekstur. Sjá frekar undir tæki og aðferðir.

LEIÐBEININGAR BYGGÐAR Á REYNSLU

Þar sem opinber innkaup eru mjög flókið svið, er eindregið mælt með því að fá sérfræðinga í innkaupum við upphaf ferilsins.

Innkaup geta verið krefjandi og kostnaðarsöm. Veltu því fyrir þér að eiga í samstarf við sveitarfélög með svipaðar áherslur til að deila kostnaði og fá ávinning á því að kaupa í réttu hlutfalli.

 • Ef þig skortir hæfni í opinberum innkaupum, getur samstarf við önnur sveitarfélög verið góð leið til að öðlast meiri hæfni, þekkingu og fá verðmæta reynsla.

Mörg innkaup fara í vaskinn af ýmsum ástæðum og að þurfa kaupa aftur inn er tíma- og peningasóun. Ein leiðin til að draga úr líkunum á að mistakast er samræður fyrir innkaup. Þessu geta sveitarfélög sjálf stýrt eða fengið einkaaðila til að gera það.

Einbeittu þér að aukinni samvinnu og samnýtingu upplýsinga milli þeirra sem vinna við innkaup og þeirra sem vinna við velferðartækni:

 • Bæði velferðarþjónusta og velferðartækni eru flókin svið og þekking á báðum er mikilvæg til að skapa ákjósanlegt innkaupaferli innan velferðartækni. Því er mikilvægt að innkaupasérfræðingur hafi þekkingu á sviðinu.
 • Það er greinilegur ótti meðal margra sem vinna innan velferðartækni að vera of náin/n birgðasölum, vegna takmarkaðrar þekkingar á reglum innkaupa. Þetta getur leitt til þeir-gegn-okkur sambands milli opinbera geirans og einkageirans, sem ekki stuðlar að nýsköpun og þróun. Þessu er hægt að sporna við með þátttöku innkaupadeildar þinnar frá upphafi ferlisins.

Það er mælt með því að koma á vinnuhópi sem hefur mismunandi hæfileika þegar velferðartækni er tekin í gagnið. Hæfileikarnir sem þörf er á í vinnuhópnum munu breytast frá einni tækni til annarrar, en ætti að innihalda þekkingu um markhópinn og innkaup. Þessi hópur gæti einnig aðstoðað við að:

 • Val og útskýring á valforsendu og vigtarstuðul
 • Útskýring á aðstæðum fyrir birgðasala sem hlut eiga að máli

Farðu varlega í gegnum ferlið þegar kemur að gögnum. Það er mikilvægt að allir hugsanlegir birgðasalar hafi jöfn tækifæri.

Þar á meðal endanlegir notendur í innkaupaferlinu sem geta verið mjög hjálpsamir (endanlegir notendur geta verið starfsfólk, borgarar eða ættingjar) – þó svo að hvenær og hvernig getur verið mismunandi frá einu innkaupaferli til annars. Mundu að íhuga hvernig sé best að virkja þá í upphafi ferlisins.

HVAÐ HEFUR ÞAÐ ÞÝTT AÐ HAFA INNKAUPALÍKAN FYRIR CONNECT-ÞÁTTTAKENDUR

Gautaborg

Notkun nýjungar í innkaupum hefur þýtt að birgðasalar sjá sveitarfélagið sem þróunarmiðað og hefur skýrari skilning á þörfum okkar innan þessa sviðs.

AÐFERÐIR OG TÆKI

Þar sem aðalskjalið okkar hefur af ásettu ráði enga lagalega ráðgjöf eða ítarlegar upplýsingar um flókin atriði hverrar innkaupagerðar, inniheldur þessi hluti hlekki að útgáfum og heimasíðum sem hafa þessar upplýsingar.

 • Sjá eftirfarandi útgáfur fyrir ítarlegri skilning og réttarfarslegar greiningar á nýjungum í innkaupum:

  Innovationsvänlig Upphandling (SKL 2012). Reynsla frá sveitarfélögum og svæðum sem útskýra hvernig eigi að kynna nýja hugsun og nýsköpun í innkaupaferlinu (þar á meðal hagnýt dæmi). http://webbutik.skl.se/bilder/artiklar/pdf/7164-803-7.pdf?issuusl=ignore

  Innovationsupphandling – Utvicklar din virksomhet (Upphandlingsmyndigheten). Ítarleg útskýring á nýjungum í innkaupum. Hún lítur á möguleikana í nýjungum í innkaupum fyrir opinbert vald. http://www.upphandlingsmyndigheten.se/globalassets/publikationer/uhm_innovationsupphandlinga5_webb.pdf
 • Innlendar vefsíður um innkaup:
  www.anskaffelser.no/innovasjon
  www.udbudsportalen.dk
  www.comdia.com/ide-udbud.aspx
  http://www.hankinnat.fi (Finnska vefsíðan inniheldur einnig útskýringar um mismunandi aðferðir innan opinberra innkaupa).
 • Nýsköpun og samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila (PPI og PPP) sem og almennar ráðleggingar um innkaup:
  http://www.opiguide.dk/
  www.opall.dk

Samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila og innkaup almennt:
http://leverandorutvikling.no/

Nýjungar í innkaupum og opinber innkaup fyrir markaðssetningu:
http://markedsmodningsfonden.dk/kort_intro_off

DÆMI UM INNKAUPSLÍKÖN FRÁ ÞÁTTTAKENDUM CONNECT

Ekkert sveitarfélagana sem taka þátt hafa innkaupalíkan á Netinu sem er sérstaklega fyrir velferðartækni. Þau hafa öll mikla reynslu í innkaupatækni og ef þú hefur áhuga munum þau deila með þér bakgrunnsupplýsingum fyrir slík innkaup.

Borgin Västerås hefur hins vegar gefið út þeirra viðmiðun og bakgrunnsupplýsingar um innkaupaferlið. Dæmi fylgja með: myndsími, öryggisviðvaranir og aðrar tæknilausnir til að aðstoða fólk. Öll dæmin er að finna á: www.viktigvasteras.se

Senast uppdaterad

2017-05-16

Nyckelord

 • Välfärdsteknologi

Nordens välfärdscenter | tel: +46 8 545 536 00 | | En institution under Nordiska ministerrådet