English page Verkkosivu suomeksi

Li∂ur 8: Framkvæmdaáætlun

 • Välfärdsteknologi

HVAÐ ER FRAMKVÆMDAÁÆTLUN OG ÞVÍ ER HÚN MIKILVÆG FYRIR ALLT VINNSLUFERLI VELFERÐARTÆKNI?

Framkvæmdaáætlun er rammi hannaður til að leiðbeina þér í gegnum árangursríka framkvæmd. Hún inniheldur lýsingar og leiðbeiningar fyrir mismunandi þætti og stig framkvæmdarferlisins. Í raun og veru, sem og í CONNECT-ferlinu, bergmálar framkvæmdin í gegnum mismunandi liði – við hugum að framkvæmd þegar við gerum samskiptaáætlunina, þarfagreininguna, matslíkanið, o.s.frv. Þetta þýðir að hugsað er um framkvæmd í gegnum ferlið – ekki aðeins eftir að tæknin hefur verið keypt.

Því er oft haldið fram að framkvæmd sé 80% af vinnunni þegar ný tækni er kynnt og þess vegna er svo mikilvægt að huga að hvernig allir fyrri liðirnir 7 munu hafa áhrif á framkvæmdina. Þessi liður mun aftur á móti reyna að ráðleggja um hvað þurfi að muna eftir þegar byrjað er á raunverulegri framkvæmd eftir vara hefur verið keypt.

RÁÐLEGGINGAR

Gerðu rækilega framkvæmdaáætlun áður en þú byrjar, með markmiðum, verkefnum, tímalínu og eftirfylgni. Ekki hafa tímalínuna of knappa, taktu frá tíma fyrir óvænt atvik. Mundu að ræða um áætlunina og skipuleggja eftirfylgni áður en byrjað er.

 • Þar af leiðandi eru góð samskipti lykillinn. Notaðu samskiptaáætlun (liður 3) þína vel og hafðu samskiptaaðila á framkvæmdarstiginu.
 • Tryggðu að framkvæmdaáætlun þín sé fest rétt í sessi – á öllum stigum – á mismunandi stigum áætlunarinnar. Mikilvægt: hver er ábyrgur fyrir hverju á mismunandi rekstrarstigum og mismunandi stigum framkvæmdarferlisins.
 • Þegar framkvæmdaáætlun er skipulögð, skaltu nota matsskýrsluna (liður 6) og veltu því fyrir þér hvernig áhrifin eru á núverandi kerfi og hvernig stofnuninni er best stjórnað meðan á framkvæmdinni stendur.
 • Áætlunin verður að innihalda mjög skýrar leiðbeiningar um hver er hæfur til að taka á móti tækninni. Tryggðu að þetta sé framkvæmt og skilið af þeim sem gera þjónustumatið fyrir hvern borgara fyrir sig – þannig að nýja tæknin er hluti af framtíðar þjónustuveitingu.
 • Ekki vera hræddur að hafa tæknibirgðasala með í áætlun (og hugsanlegri framkvæmd) framkvæmdarinnar. Þeir þekkja styrk og veikleika vörunnar og mjög hagnýt nálgun frá birgðasalanum getur veitt öryggistilfinningu fyrir starfsfólkið meðan á kynningarstiginu stendur. Aðstoð við framkvæmd getur einnig verið hluti af innkaupapakkanum (sjá lið 7).
 • Þjálfun er alltaf mikilvægur hluti af framkvæmdaáætluninni. Þjálfun inniheldur alltaf starfsfólkið – og oft borgara og ættingja. Þjálfun starfsfólks er ekki takmörkuð við „framvarðarsveit starfsfólks"
 • Það er eindregið mælt með því, sama hver stærð sveitarfélags þíns er, að koma á formlegu tengslaneti milli starfsfólks sem vinnur við framkvæmd á velferðartækni, þannig að hægt sé að deila þekkingunni og kröftunum sem notuð eru á sem hagkvæmastan hátt.

Sveitarfélagið Óðinsvé hefur eftirfarandi tengslanet

Þátttaka borgara og notanda

 • Formlegt samstarf við ráð eldri borgara – tæknihópur – í tengslum við prófun og tengingu við nýja velferðartækni
 • Söfnun reynslu í gegnum tengslanet tengiliðar, lýst síðar, í tengslum við samtarf við borgara um sérstaka tækni
 • Þátttaka borgara í margvíslegum verkefnum

Tengslanet dreifstýrðar stjórnunar

Þetta gætu verið stjórnendur dreifstýrðra eininga eins og heimahjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarheimili

Verk dreifstýrðra stjórnenda er að styðja framkvæmd stefnuáætlunar velferðartækni og leggja sitt að mörkum til ákvörðunar dagskrár hjá stofnuninni, þar á meðal:

 • Tengingu stefnuáætlunar við framkvæmd velferðartækni
 • Milligöngu um stefnuáætlun til leiðtoga, samstarfsfólks og starfsfólks
 • Hagnýta tengingu við nýja tækni (vöxtur), ný vinnsluferli, framkvæmd, o.s.frv.

Tengslanet tengiliðar

Tengslanet starfsmanna yfir öll svið. Hlutverk tengiliðs er að styðja framkvæmd á stefnuáætlun velferðartækni og leggja sitt að mörkum til ákvörðunar dagskrár í stofnuninni, þar á meðal:

 • Taka virkan þátt í framkvæmdarferlinu
 • Fullgilda frumkvæði og kortleggja áskoranir á sviði velferðartækni
 • Vera jákvæð rödd og félagi samstarfsfélaga, borgara og ættingja í kringum velferðartækni
  - Vera tengiliður milli samstarfsfélaga, borgara og framkvæmdar og þróunar

LEIÐBEININGAR BYGGÐAR Á REYNSLU

 • Þegar markmið og verkefni framkvæmdaráætlunar þinnar eru sett í orð, hafðu þau eftirtektarverð. Að vera með skýrt markmið getur hjálpað framkvæmdarferlinu að einblína á og skýra stefnu sem hjálpar til með skilvirkni.
 • Íhugaðu vandlega stofnunina bakvið framkvæmdaráætlunina. Veldu einn ábyrgan verkefnastjóra sem og vinnuhóp. Þetta eykur eignarhald og verður gagnlegt þegar á að festa framkvæmdaáætlunina í sessi.
 • Tryggðu að það sé nægjanlegur tími og að starfsfólk fái þjálfun. Að sleppa / losa sig við gamlar aðferðir er erfitt og krefst kerfisbundinnar nálgunar. Hafðu líkan sem skýrir hvernig eigi að þjálfa starfsfólk í að nota nýja tækni í framkvæmdaráætlun þinni. Mundu að endurtekning er nauðsynleg, skipuleggðu því eftirþjálfun (og mundu að hafa þá með sem gera þjónustumat).
 • Þegar stór innkaup er framkvæmd skaltu athuga hvort innkaup þín rekist á við önnur nýsköpunarferli eða miklar breytingar í stofnuninni.
 • Það er á framkvæmdarstiginu sem „samskiptaáætlunin" (liður 3) fer að borga sig. Vertu viss um að innlima hana í framkvæmdaráætlun þína.
 • Byggðu upp kerfisbundna eftirfylgni með starfsfólki og deildum fyrir stöðuga svörun og mat, ekki einfaldlega með tilliti til þjálfunar, heldur fyrir allt framkvæmdarferlið.
 • Byrjaðu raunverulega framkvæmd við eininguna/deildina sem tók fyrst þátt í matinu á vörunni. Það ætti að stuðla að auðveldari og jákvæðari byrjun; að fá boltann til rúlla.
 • Íhugaðu að hafa óvissuáætlun, öryggisáætlun ef tæknin, birgðasalinn eða stofnunin bregst.
 • Framkvæmdaáætlunin þín ætti að innihalda áætlun fyrir framtíðar tölfræði (geymslu og flutning), tækniþjónustu og stuðning við notendur.
 • Íhugaðu að búa til tæki til að styðja framkvæmdarferlið, núna og í framtíðinni.

Stuðningstæki gætu verið:

Sjónrænt framkvæmdalíkan

Sjá dæmin hér að neðan frá Svíþjóð og Danmörku undir hlutanum aðferðir og tæki. Sjónrænt framkvæmdarlíkan er tæki sem kynnir grunnaðferðarfræði fyrir framkvæmdartækni – til að auka sameiginlegan skilning á ferlinu fyrir fólkið sem tekur þátt.

Framkvæmdaskrá/gátlisti framkvæmdar

Búðu til grunnlista yfir verkefni og fólk sem tekur þátt, o.s.frv. Þessi skrá/gátlisti getur verið grunnur fyrir framkvæmdaáætlun þína sem tryggir samfellu og skipulagða nálgun. Dæmi um framkvæmdaskrá / gátlista er að finna í hlutanum aðferðir og tæki.

Lifandi rannsóknarstofur

Efnisleg staðsetning þar sem tækni er sýnd og er tiltæk. Á þennan hátt geta starfsmenn og endanlegir notendur lært meira eða jafnvel fengið þjálfun í stýrðu umhverfi. Dæmi er að finna í hlutanum aðferðir og tæki.

Þar til gerð prófunarstöð

Sérstakar stofnanir sem fá auka starfskraft til að prófa tækni og velta fyrir sér besta skipulaginu og nálguninni til að hrinda í framkvæmd nýrri tækni.

Auðveldar leiðbeiningar og tilsögn

Þetta er hægt að gera með því að nota strikamerki (QR-kóða) við nýja tækni sem sýnir stutt myndskeið þegar það er skannað og fjallar um hvernig eigi að nota viðeigandi tækni. Hægt er að nota þau á námskeiðum í gegnum Netið eða fyrir svipaðar lausnir. Þessi dæmi eru stöðug þjálfun á starfsfólki sem hjálpar framkvæmdinni.

Sérstök stuðningseining tækninnar

Sérstök eining sem hefur með stuðning við endanlegan notanda að gera, frá starfsfólki eða borgara til ættingja.

HVAÐ HEFUR ÞAÐ ÞÝTT AÐ HAFA FRAMKVÆMDALÍKAN FYRIR CONNECT-ÞÁTTTAKENDUR

Til að bæta inn í

AÐFERÐIR OG TÆKI

Dæmi um sjónræn framkvæmdalíkön

Vesterås og Gautaborg mæla með því að nota liðina níu hér að neðan til leiðbeiningar sem og sjónrænt framkvæmdalíkan. Það virkar einnig sem góður grunnur til að gera framkvæmdaáætlun.

Óðinsvé notar sjónræna framkvæmdalíkanið hér að neðan:

Dæmi um framkvæmdaleiðbeiningar

 • Óðinsvé notar „framkvæmdarskrá" til að tryggja samfellu í framkvæmdaferlum sínum. Til að sjá þessa skrá, farðu á www.nordicwelfare.org/connect
 • Lindås notar framkvæmdargátlista sem einnig er að finna á heimasíðunni sem nefnd var hér að ofan.

Dæmi um lifandi rannsóknarstofur

 • Tæknisérfræðingur í íbúðina í Óðinsvé: http://www.teknologitillejligheden.dk/
 • Heilbrigðisrannsóknarstofa í Oulu: www.ouluhealth.fi
 • Mistral Vesterås: http://mistelinnovation.se/
 • Bo Bedre, Göteborg
 • Agder Living Lab: https://www.grimstad.kommune.no/tjenester/helse-omsorg-og-sosiale-tjenester/utviklingssenteret-og-velferdsteknologi/velferdsteknologi/agder-livinglab/
 • Sjá einnig Nordic Living Lab Alliance: http://livinglaballiance.org/

Innlendar framkvæmdaleiðbeiningar:

 • KS / Samveis Norway: Kort til velferðartækni: http://www.samveis.no/
 • Swedish National Board of Health um "framkvæmd": http://www.socialstyrelsen.se/publikationer2012/2012-6-12
 • Þrír liðir til menntunar: National Board of Health í Svíþjóð, um "framkvæmd"

Dæmi um þjálfað starfsfólk

Dæmi um hvernig CONNECT-sveitarfélögin þjálfi starfsfólk og endanlega notendur meðan á framkvæmd stendur og eftir. Heimsæktu heimasíðu okkar: www.nordicwelfare.org/connect

DÆMI UM FRAMKVÆMDARLÍKÖN FRÁ ÞÁTTTAKENDUM CONNECT

Hægt er að fá aðferðafræðina hér að ofan með því að hafa beint samband við Connect-sveitarfélögin. Að auki nota Árósar og Suður-Karelia aðrar aðferðir til innblásturs, sem hægt er að finna hér að neðan.

Árósar hafa gert myndir um framkvæmdaáætlun sína. Hlekk er að finna á heimasíðu okkar: www.nordicwelfare.org/connect Árósar eru einnig með lifandi rannsóknarstofu við Dokk1 í miðborg Árósar sem opin er daglega.

Í Suður-Karelia nota þeir og deila góðum starfsvenjum framkvæmdar og nýsköpunar í gegnum finnsku heimasíðuna: https://www.innokyla.fi

Senast uppdaterad

2017-05-16

Nyckelord

 • Välfärdsteknologi

Nordens välfärdscenter | tel: +46 8 545 536 00 | | En institution under Nordiska ministerrådet