English page Verkkosivu suomeksi

Li∂ur 9: Árhfifaríkt eftirlit

  • Välfärdsteknologi

ÁRHRIFARÍKT EFTIRLIT: HVAÐ ER ÁHRIFARÍKT EFTIRLIT OG ÞVÍ ER ÞAÐ MIKILVÆGT FYRIR ALLT VINNSLUFERLI VELFERÐARTÆKNI?

Áhrifaríkt eftirlit getur virkað eins og vátryggingarskírteini þegar unnið er með velferðartækni. Ef þú setur það upp rétt, veitir það þér upplýsingar um hvort að framkvæmdar lausnir þínar virki sem skyldi í daglegu lífi. Þetta er aðallega mikilvægt vegna þess að veiting félagslegrar þjónustu er mjög flókið verk sem inniheldur vítt svið breyta (starfsfólk, stofnun, borgara, stjórnun landfræðilegs umdæmis, o.s.frv.). Ef einhverjar af þessum breytum breytast í tímana rás, breytist þjónustuveitingin og þegar það gerist, þá viltu verða viss um að framkvæmda tæknin standi sig jafnvel og þörf er á og eins og lagt var upp með í fyrstu.

Gott kerfi til að hafa eftirlit með áhrif á framkvæmdu lausnirnar tryggir að bæði að sveitarfélagið og endanlegir notendur halda áfram að fá þau gæði sem þú greiddir fyrir.

Ekki eru það mörg norræn sveitarfélög sem hafa áhrifaríka eftirlitsáætlun þegar unnið er með velferðartækni. Margir sjá hana sem hluta af góðu framkvæmdarferli – að setja upp kerfi sem skoðar hvort að framkvæmdin hafi verið árangursrík.

Í CONNECT höfum við valið að hafa „áhrifaríkt eftirlit" sem sjálfstæðan lið, til að þvinga sveitarfélög til að íhuga hvað kemur fyrir eftir árangursríka framkvæmd og til að hjálpa sveitarfélögum til að tryggja að þau fái jákvæða arðsemi fyrir fjárfestingu sína – bæði hvað varðar gæði en einnig fjárhagslega.

Mundu að ávinningur kemur ekki raunverulega í ljós fyrr en þú hefur framkvæmt sjálfbæra breytingu með góðum árangri. Þetta er miklu erfiðara en það hljómar, að gefa gamlar venjur og gamalt verkflæði upp á bátinn er erfitt og tekur oft mikinn tíma.

RÁÐLEGGINGAR

Áhrifaríkt eftirlit kefst frekari mannauðs til að tryggja stjórnmálalegan og/eða stjórnunarlegan stuðning. Þetta er hægt að gera með því að nýta uppsöfnuð gögn sem tæki til að réttlæta og efla frekari fjárfestingu í velferðartækni.

Mundu að áhrifaríkt eftirlit inniheldur tímayfirsýn. Frá sjónarhóli gæða ætti tímaramminn fyrir áhrifaríkt eftirlit að vera allur endingartími viðeigandi tækni. En við skiljum að einstaklingsbundin takmörk geta átt við, sem styttir tímabilið sem þú stundar áhrifaríkt eftirlit (eins og fjárhagslegt val eða val um stefnuáætlun). Vinsamlegast athugaðu að „áhrifamarkmið" þín fyrir tæknina geta einnig innihaldið tímayfirsýn sem getur haft áhrif á eftirlit þitt.

  • Dæmi: Þegar nýrri tækni er hrundið í framkvæmd er líklegt að það muni taka nokkurn tíma áður en starfsfólk og endanlegir notendur geta unnið án vandkvæða með tæknina/nýju þjónustuna og á sama hátt mun það taka tíma áður en nýtt verkflæði eða vinna stofnunarinnar starfi á skilvirkan hátt. Því er líklegt að ný tækni virki ekki að fullum krafti frá fyrsta degi og þetta ætti að hafa í huga þegar unnið er með áhrifaríkt eftirlit.

Áhrifaríkt eftirlit aflar þér viðbótargagna um daglega notkun tækninnar. Veltu því fyrir þér hvernig sé hægt að nota þessi gögn til að komast áfram – kannski getur notkunarmynstur veitt upplýsingar sem stuðlar að framtíðarmatsferli eða kannski hjálpar það þér að hámarka almenna þjónustuveitingu (notaðu samanlögð gögn sem eru ekki einstaklingsbundin til að forðast lagalegar áskoranir). LEIÐBEININGAR

BYGGÐAR Á REYNSLU

Áhrifaríkt eftirlit ætti að vera hluti af greiningu þinni á viðskiptatækifærum og framkvæmdaáætlun þinni. Það ætti að vera öllum skýrt af hverju þessi liður er nauðsynlegur og hann ætti að vera sýnilegur snemma í vinnuferlinu með viðeigandi tækni.

Áframhaldandi áhrifaríkt eftirlit mun kosta tíma og mannauð, því verður þú að sníða fjárfestingu þína eftir getu og stilla áhrifaríkt eftirlit í samræmi við það. Þú getur endurnotað aðferðafræði matslíkansins og stækkað eða minnkað í samræmi við einstaklingsbundnar kröfur.

Þegar gögnum er safnað saman meðan á áhrifaríku eftirliti stendur verður að muna að rannsaka og hafa með núverandi gagnagjafa eins og rafræna dagbók sjúklings fyrir ódýrara og auðveldara áhrifaríkt eftirlit. Þegar gögnum er safnað saman fyrir áhrifaríkt eftirlit verður þú að vera viss um að auðkenna og nýta núverandi verkflæði frekar en að sóa mannauði í að skapa ný sérstaklega fyrir þetta ferli.

Val á breytum áhrifaríks eftirlits er mjög mikilvægt. Við mælum með því að þú byrjir á því að skoða áhrifamörk þín fyrir tæknina og það tæknimat sem er þegar lokið. Þetta er hægt að sameina með tillögum frá endanlegum notendum sem og starfsfólki sem ber ábyrg á því að framkvæma raunverulegt áhrifaríkt eftirlit.

  • Dæmi: Áhrifamarkmið gætu innihaldið áherslu á lífsgæði, vinnuumhverfi, fjárhagslegan ávinning eða svipað – notaðu þessi atriði sem upphafspunkta í vali á breytum.

Ef þú hefur einhvern tímann keypt þjónustu, frekar en einfaldlega efnislegan búnað, skaltu muna að hafa með áhrifaríkt eftirlit í þeirri þjónustu (sjá lið 7 fyrir innkaupaáætlun). Ennfremur skaltu vera viss um að tilgreina að skil á áhrifaríku eftirliti þýðir skil á mælanlegum og nothæfum gögnum til sveitarfélags – ekki bara fullyrða hvort að þjónustan virki enn eða ekki.

HVAÐ HEFUR ÞAÐ ÞÝTT AÐ HAFA EFTIRLITSÁÆTLUN FYRIR CONNECT-ÞÁTTTAKENDUR:

Lindås

Áhrifaríkt eftirlit er eins og leiðbeiningar til að hjálpa til að sjá fyrir um að hve miklu leyti við höfum náð nauðsynlegum áhrifum tækninnar. Það veitir vísbendingu um hvort að markmiðin hafa verið uppfyllt og halda áfram að vera uppfyllt.

Ennfremur gefur það vísbendingu um að hvaða marki kraftarnir hefur verið forgangsraðaðir á skynsamlegan hátt.

AÐFERÐIR OG TÆKI

  • Tæki þróuð af «KS Veikart for tjenesteinnovasjon»: fase 5,mal for ny praksis. http://www.samveis.no/metodikken/ny-praksis/
  • grein rafrænu nefndarinnar "Vägledning I Nyttorealisering" sjá: http://www.esv.se/contentassets/c9d986d924384ec1be47a207110f94a4/e-delegationen-2014-nyttorealisering-version-2-0-med-bilagor.pdf
  • Grein rafrænu nefndarinnar "Metod för Utveckling i Samverkan", sjá: http://www.esamverka.se/stod-och-vagledning/vagledningar/metod-for-utveckling-i-samverkan.html
  • Fyrir aðferðafræði mats, sjá CONNECT lið 6

DÆMI UM ÁHRIFARÍKT EFTIRLIT FRÁÞÁTTTAKENDUM CONNECT

Suður-Karelia

Notar Sitra-handbókina um stjórnun félagslegrar þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Suður-Karelia finnst handbókin vera gagnleg bæði hvað varðar mat og áhrifaríkt eftirlit. Þú getur vafrað um handbókina á hlekknum hér að neðan eða haft sambandi við Suður-Karelia fyrir hagnýt dæmi: http://www.sitra.fi/julkaisut/muut/Sosiaali_ja_terveyspalveluiden_tietojohtamisen_kasikirja.pdf

Senast uppdaterad

2017-05-16

Nyckelord

  • Välfärdsteknologi

Nordens välfärdscenter | tel: +46 8 545 536 00 | | En institution under Nordiska ministerrådet